Beiðni frá umhverfis- og samgöngunefnd um upplýsingar um efnistökuáform

Frumkvæðismál (2311065)
Umhverfis- og samgöngunefnd

Erindi

Sendandi Skýring Dagsetning
Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið Svar við upplýsingabeiðni 07.03.2024
Utanríkisráðuneytið Utanríkisráðuneytið - minnisblað 07.03.2024
Rannsóknarþjónusta Alþingis Áform um vinnslu jarðefna af hafsbotni í efnahagslögsögu Noregs 16.11.2023

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
21.11.2023 18. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Beiðni frá umhverfis- og samgöngunefnd um upplýsingar um efnistökuáform
Nefndin ákvað á grundvelli 51. gr. þingskapa að óska eftir upplýsingum frá utanríkisráðuneyti um efnistökuáform á hafsvæðinu milli Íslands og Noregs. Nefndin óskaði eftir nánari upplýsingum um samskipti vegna bréfs frá ráðuneytinu, dags. 26. janúar 2023, ásamt upplýsingum um samráð innan Stjórnarráðs Íslands, þ.e. hvort og hvernig ráðuneytið ráðfærði sig við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti og matvælaráðuneyti við að móta þá afstöðu sem fram kemur í bréfinu.

Þá samþykkti nefndin með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti um hvort samskipti hafi átt sér stað milli norskra og íslenskra stjórnvalda á grundvelli umhverfismats framkvæmda sem hafa áhrif yfir landamæri og hvort unnið sé að einhverjum frekari viðbrögðum við málinu.
16.11.2023 16. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Beiðni frá umhverfis- og samgöngunefnd um upplýsingar um efnistökuáform
Nefndin samþykkti að birta gögn sem henni bárust frá rannsóknarþjónustu Alþingis á vef, sbr. 2. málsl. 2. mgr. 35. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.